Fara í efni

Hætta við afnám persónuafsláttar

Hætt hefur verið við ákvörðun um að afnema persónuafslátt til eftirlaunafólks og öryrkja sem búa erlendis eins og áður stóð til.

Ákvörðunin um afnám persónuafsláttar sem samþykkt var á Alþingi í fyrra þótti umdeild. Í kjölfar samþykktar frumvarpsins var ákveðið að fresta gildistöku og hefur nú verið hætt við afnám persónuafsláttar til eftirlaunafólks og öryrkja erlendis.

Stjórnvöld vísuðu til þess að fólk ætti í flestum tilfellum kost á persónuívilnunum í landinu sem þar sem það býr, en í minnisblaði Fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar í byrjun þessa mánaðar kemur fram að breytingin gæti haft mikil en tímabundin áhrif á lífeyrisþega sem búa erlendis, sérstaklega annars staðar á Norðurlöndum.