Fara í efni

Ísland efst í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa

Íslenska líf­eyri­s­kerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri líf­eyr­is­vísi­tölu sem birt var í morgun. Ísland var að taka þátt í fyrsta sinn en alls tóku 43 ríki þátt. Lífeyrisvísitala er alþjóðleg vísitala sem metur lífeyriskerfi mismunandi landa og er gefin út árlega. Ráðgjafafyrirtækið Mercer og sam­tök­in CFA Institu­te standa fyrir útgáfu á vísitölunni.

Vísitölunni er skipt í þrjár undirvísitölur sem mæla nægjanleika, sjálfbærni og traust. Ísland mældist efst í nægjanleika og sjálfbærni sem vegur þyngst í vísitölunni og er í sjöunda sæti hvað varðar traust.

Samanburður lífeyriskerfa byggist annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnunni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum.

Ítarlegri samantekt má finna á vef Landssamtaka lífeyrissjóða