Fara í efni

Jafnlaunavottun

Brú lífeyrissjóður hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST85 staðlinum og hefur gefið sjóðnum leyfi til að nota jafnlaunamerkið. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Vottuninn nær yfir allt starfsfólks sjóðsins og staðfestir að sjóðurinn hefur komið sér upp kerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu kerfisbundnar og byggir á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.