Fara í efni

Launaseðlar birtir á Ísland.is: R deild (LsRb)

Í dag bættist annað réttindsafn sjóðsins við útgreiðslur úr nýju réttindakerfi Brúar lífeyrissjóðs.

Lífeyrisþegar R deildar sjóðsins (Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, LsRb) fengu nú greiðslur úr nýju kerfi, ásamt lífeyrisþegum Lífeyrissjóðs Neskaupsstaðar sem hafa fengið greiðslur úr nýju kerfi síðan á vormánuðum.

  • Launaseðlar þessara lífeyrisþega birtast með uppfærðu útliti inni á mínum síðum Brúar og island.is, en framvegis verður ekki hægt að nálgast þá í netbanka.
  • Lífeyrisþegar sem fá einnig greiddan lífeyri úr öðrum deildum sjóðsins en þessum tveimur munu tímabundið fá tvo launaseðla vegna þessarar innleiðingar.
  • Lífeyrir úr öðrum deildum sjóðsins greiðist út 1. september.

Sjá fyrri frétt um málið:

Launaseðlar birtir á Island.is, lífeyrissjóður Neskaupsstaðar