Fara í efni

Námskeið um lífeyrismál við starfslok - nú einnig rafræn!

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar á vordögum. Annars vegar stendur sjóðurinn fyrir rafrænum námskeiðum mánudaginn 25. apríl nk. kl. 12:00 og þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 12:00. Hins vegar verða námskeið haldin fimmtudaginn 19. maí nk. í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42.

Skráningar er óskað á námskeiðin. Þeir sem skrá sig á rafrænt námskeið fá sendan tölvupóst frá sjóðnum með viðkomandi innskráningarupplýsingum áður en námskeiðið hefst.

Á námskeiðunum verður farið almennt yfir helstu réttindi sjóðfélaga, sýnt hvar upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðum því skipt upp eftir því.