06.09.2023
Almennt
Sjóðurinn hefur tekið í notkun nýja reiknivél fyrir lífeyri.
Lífeyrisreiknivélinni er ætlað að veita sjóðfélögum betri yfirsýn yfir möguleg lífeyrisréttindi miðað við mismunandi forsendur eins og tekjur, aldur og breytingu á vísitölu. Jafnframt á reiknivélin að auðvelda sjóðfélögum að taka upplýstar ákvarðanir um hvenær lífeyristaka eigi að hefjast og við val á deildum sjóðsins. Þá sýnir reiknivélin hvaða áhrif skipting iðgjalds í V deild að hluta í séreign hefur á samtrygginguna. Reiknivélin sýnir þó aðeins eftirlaun sem greidd eru til æviloka, þ.e. réttindi í samtryggingu þar sem sjóðurinn starfrækir ekki séreignadeild.
Reiknivélin var unnin í samstarfi við Devon ehf.