Fara í efni

Ný úrræði laga um stuðning til kaupa íbúðarhúsnæði frá 1. janúar 2023.

Í júní voru samþykkt  lög nr. 55/2022  um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs en jafnframt var gerð breyting m.a. á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016. Breytingin felur í sér að einstaklingur sem hefur ekki átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár er heimilt að nýta úrræði laga um skattfrjálsa úttekt á séreignarsparnaði að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.  

Heimildin gildir þó ekki um hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar ef annar aðilinn er skráður eigandi að íbúðarhúsnæði.

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK en þar er einnig hægt að senda inn umsókn um úrræðið með rafrænum hætti