Fara í efni

Óbreytt fyrirkomulag ráðstöfunar 3,5% mótframlags í séreignasparnað

Fyrr á árinu birti sjóðurinn frétt um breytingar á lögum um lífeyrissjóði þar sem fram kom að sjóðfélagar sem nýtt hafa sér valkost að geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í séreignasparnað gætu átt von á breytingum hvað það varðar um áramótin.

Sjóðurinn hefur ákveðið að fyrst um sinn eftir áramótin verði ekki gerðar breytingar, þannig að óbreytt fyrirkomulag verður skv. þeim samningum sem sjóðfélagar hafa gert.

Þessum upplýsingum hefur verið komið á framfæri við séreignasjóði sem móttaka þessar greiðslur.

Þegar fyrirkomulag og tímasetning liggur fyrir hvað varðar tilgreinda séreign hjá Brú lífeyrissjóði verða bæði viðkomandi sjóðfélagar og séreignasjóðir sendar frekari upplýsingar.