Fara í efni

Samþykktarbreytingar - næstu skref

Í upphafi ársins voru gerðar breytingar á samþykktum sjóðsins vegna hækkunar á lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóða og breytingar gerðar á framtíðarávinnslu réttinda í aldurstengdri ávinnslu í A deild og ávinnslu í V deild sjóðsins. Ávinnsla réttinda til framtíðar var lækkuð og hafa samþykktirnar nýjar réttindatöflur sem taka mið af bæði aldri og fæðingarári. 

Framangreind samþykktarbreyting var aðeins fyrsta skrefið af þremur en sjóðurinn verður að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja að lífeyrisréttindi sem sjóðfélagar ávinna sér yfir starfsævi sína dugi til greiðslu ævilangs lífeyris. Næstu skref í samþykktarbreytingum varða framtíðarávinnslu í jafnri ávinnslu A deildar og breytingar á áunnum réttindindum bæði í A og V deild sjóðsins. Unnið er að útfærslu á þeim breytingum og verða þær kynntar síðar í mánuðinum.