Fara í efni

Starfshópur um heildarendurskoðun lífeyrissjóðakerfisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er það verkefni að vinna grænbók um lífeyriskerfið. Vonir standa til að grænbókin geti orðið grundvöllur að ítarlegri stefnumörkun og undirbúningi að breytingum á þeim lagaramma sem Alþingi setur um lífeyrismál og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.

Meginmarkmið með gerð grænbókarinnar er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni sem varða fyrirkomulag lífeyrismála og þróun þess. Verkefni starfshópsins er að greina stöðu og framtíð lífeyrissjóðakerfisins með heildstæðum hætti.

Tilurð verkefnisins má rekja endurskoðunar á forsendum Lífskjarasamningsins haustið 2020 en þá lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún myndi hafa forystu um stefnumörkun í lífeyrismálum í nánu samstarfi við heildarsamtök á vinnumarkaði og Landssamband lífeyrissjóða. Afrakstur þess samráðs skyldi verða grænbók um lífeyrismál.

Í starfshópnum eiga eftirtaldir sæti:

 • Vilhjálmur Egilsson og Elín Björg Jónsdóttir, formenn, skipaðir án tilnefningar.
 • Tinna Finnbogadóttir, skipuð án tilnefningar.
 • Henný Hinz, tilnefnd af forsætisráðherra.
 • Ágúst Þór Sigurðsson, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðherra.
 • Halldór Benjamín Þorbergsson og Páll Ásgeir Guðmundsson, tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.
 • Hilmar Harðarson og Þórir Gunnarsson, tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands.
 • Gerður Guðjónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 • Friðrik Jónsson, tilnefndur af Bandalagi háskólamanna.
 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tilnefnd af BSRB.
 • Magnús Þór Jónsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands.
 • Þórey S. Þórðardóttir og Ólafur Páll Gunnarsson, tilnefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða.