Fara í efni

Sýslumenn taka ekki við skjölum til þinglýsingar eftir hádegi föstudaginn 18. nóv 2022

Flutningur á tölvukerfum fasteignaskrár og þinglýsingarkerfi frá Þjóðskrá Íslands yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram næstkomandi helgi, frá hádegi föstudaginn 18. nóvember til sunnudagsins 20. nóvember.

Af þessum sökum munu sýslumannsembætti ekki taka við skjölum til þinglýsingar frá kl. 12 föstudaginn 18. nóvember. Tekið verður aftur við skjölum til þinglýsingar við opnun embætta eftir helgina, mánudaginn 21. nóvember.