Fara í efni

Vegna launatöflu frá 1.1.2020 - Kjölur stéttarfélag. Lífeyrisþegar á eftirmannsreglu.

Þau leiðu mistök áttu sér stað að launatafla Kjalar stéttarfélags sem gildir frá 1.1.2020 var rangt lesin inn í lífeyriskerfi sjóðsins fyrr á þessu ári, með þeim afleiðingum að launaþrep færðust til. Hafði þetta áhrif á lífeyrisþega sem fylgja hærra launaþrepi en 0 (núll). Launataflan var leiðrétt í lífeyriskerfi sjóðsins fyrir útborgun lífeyris í dag 1. desember 2020. Þeir lífeyrisþegar sem fylgja eftirmannsreglu og eru raðaðir á launatöflu Kjalar stéttarfélags á hærra launaþrepi en 0 (núll) sjá því nú mun á greiðslum lífeyris milli mánaða. Sjóðurinn mun rýna málið betur á næstunni og vera í sambandi við lífeyrisþega vegna málsins. Lífeyrisþegum er þó velkomið að hafa samband við sjóðinn kjósi þeir það. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið lifeyrir@lifbru.is eða hringja í síma 5 400 700