Fara í efni

Vegna launatöflu frá 1.8.2020 hjá Félagi stjórnenda í leikskólum – lífeyrisþegar á eftirmannsreglu

Brú lífeyrissjóður hefur kallað eftir upplýsingum frá launagreiðendum stjórnenda í leikskólum og sérfræðinga á skólaskrifstofum um nýja röðun í launatöflu sem gildir frá 1.8.2020. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir mun lífeyrissjóðurinn greiða skv. nýrri röðun til þeirra eftirlaunaþega á eftirmannsreglu sem fá greitt skv. þessum launatöflum, afturvirkt frá 1.8.2020. Um er að ræða annars vegar grein 1.4 um launaröðun leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra og hins vegar grein 1.4.5 um viðbótarflokka vegna stjórnunarreynslu.