Fara í efni

Vextir lækka

Á stjórnarfundi í dag ákvað stjórn sjóðsins að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum frá og með deginum í dag. Breytingin á vöxtunum nær einnig til útgefinna lána en samkvæmt lögum þarf að tilkynna vaxtabreytingu með 30 daga fyrirvara og taka vextirnir því gildi á næsta gjalddaga að þeim tíma liðnum.  Verðtryggðir breytilegir vextir eru nú 2,3%, óverðtryggðir fastir vextir 5,3%, óverðtryggðir breytilegir vextir 5,1% og vextir á óverðtryggðum viðótarlánum verða 6,1%.