13.05.2019			
			
			
		
							Almennt
					
	Á stjórnarfundi í dag ákvað stjórn sjóðsins að lækka vexti á sjóðfélagalánum. Fastir vextir verðtryggðra lána lækkuðu í 3,55% og óverðtryggðra lána í 6,1% og er það í takt við þróun vaxtakjara á markaði. Sjóðurinn vill þannig kappkosta að bjóða sjóðfélögum sínum upp á lánakjör sem eru sambærileg við það sem gerist á fjármálamarkaði.