Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

Almennt

Ný úrræði laga um stuðning til kaupa íbúðarhúsnæði frá 1. janúar 2023.

Í júní voru samþykkt lög nr. 55/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs en jafnframt var gerð m.a. breyting á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016. Breytingin felur í sér að einstkaklingur sem hefur ekki átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár er heimilt að nýta úrræði laga um skattfrjálsa úttekt á séreignarsparnaði að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.