Fara í efni

Endurfjármögnun

Raðhús

Vilt þú endurfjármagna?

Þegar sótt er um endurfjármögnun er eldra lán greitt upp með nýju láni sem hefur hagstæðari lánaskilmála. Endurfjármögnun getur verið góður kostur þegar þú vilt eignast stærri hlut í fasteigninni eða breyta núverandi lánaskilmálum eins og til dæmis að breyta greiðslubyrgði eða greiðsluskilmálum. Endurfjármögnun getur líka verið góður kostur þegar skilmálar breytast, eins til dæmis þegar vextir hækka.

Hægt er að sækja um endurfjármögnun hjá Brú lífeyrissjóði. Lánsumsókn er skilað inn á umsóknarvef sjóðsins og í umsókninni er valið að um endurfjármögnun sé að ræða.

Sækja um lán (endurfjármögnun)

Almennt um fasteignalán             

 

Endurfjármögnun, hvað þarf ég að vita?

Mikilvægt er að kynna sér allar upplýsingar áður en sótt er um lán hjá Brú lífeyrissjóði. Mismunandi reglur gilda eftir því hvers konar lán er sótt um. Um endurfjármögnun gildir:

 • Aðeins er lánað með veði í íbúðarhúsnæði.
 • Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi.
 • Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar.
 • Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur veðsettrar eignar.
 • Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum búi í eigninni.
 • Lán getur verið að hámarki 65% af nýjasta fasteignamati.
 • Lán getur ekki verið hærra en samanlagt brunabóta- og lóðamat.
 • Lán er með verðtryggðum vöxtum.
 • Lán getur verið með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
 • Lánsfjárhæð getur að hámarki verið  95.000.000 kr,-
 • Ef sótt er um lánsfjárhæð hærri en 50.000.000 kr,-gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarks lánshæfiseinkunn allra umsækjanda er B.
 • Hámarkslánstími láns er 40 ár ef veðsetning er undir 65% af fasteignamati eignar, en styttist í 35 ár ef veðsetning er hærri.
 • Samkvæmt reglum SÍ er hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar fasteignalána 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum.
 • Viðmið fyrir útreikning á hámarks greiðslubyrði SÍ er jafnar greiðslur, lánstími að hámarki 40 ár fyrir óverðtryggð fasteignalán og að hámarki 25 ár fyrir verðtryggð fasteignalán og vextir ekki lægri en 5,5% fyrir óverðtryggð lán og 3% fyrir verðtryggð lán.

Upplýsingar um vexti sjóðsins er að finna hér

Upplýsingar um verðskrá sjóðsins er að finna hér

 

 

Fylgigögn með umsókn

  • Síðasta skattframtal (er hægt að nálgast á heimasíðu Skattsins, undir framtal síðustu ára á mínum síðum)
  • Staðgreiðsla þessa árs og síðasta árs (er hægt að nálgast á heimasíðu Skattsins undir almennt á mínum síðum)
  • Ef á við: Greiðsluáætlun TR (er hægt að nálgast á heimasíðu Tryggingastofnunar undir "mínar síður").
  • Ef á við: Yfirlit yfir meðlagsgreiðslur (er hægt að nálgast á Meðlag.is, innheimtustofnun sveitarfélaga, undir "mínar síður").
  • Síðasta greiðsluseðil þeirra lán sem greiða á upp (ef ekki hjá Brú) sem og af öðrum lánum sem kunna að vera til staðar með veði í öðrum fasteignum, ef við á.
  • Afrit af löggildum persónuskilríkjum, t.d. ökuskírteini eða vegabréf.
  • Ef umsækjandi mun eftir lántöku áfram skulda önnur fasteignaveðtryggð lán með veði í sömu eða annarri fasteign þarf einnig að skila inn afriti af greiðsluseðli þeirra.

  • Meðlántaki þarf að skila inn umsókn um samþykki fyrir gagnaöflun. Umsóknin er aðgengileg á umsóknarvef eða með því að smella hér:1.1.2 Umsókn um samþykki fyrir gagnaöflun.