Fara í efni

Reglur Seðlabankans um byrði lána

Árið 2022 tóku í gildi reglur Seðlabanka Íslands um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur Seðlabankans varðandi hlutfall af tekjum sem má fara í afborgun af húsnæðisláni.

Nýjar reglur Seðlabanka Íslands 

 

Hvað er greiðslubyrði?

Greiðslubyrði fasteignalána mælir það hlutfall ráðstöfunartekna neytanda sem fer í mánaðarlegar greiðslur vegna fasteignalána. Með greiðslubyrði er átt við allar afborganir og vaxtagreiðslur lána sem tryggð eru með veði í fasteign. Ráðstöfunartekjur eru tekjur neytenda að frádregnum sköttum og opinberum gjöldum og reiknað sem meðaltal á tilteknu tímabili.

 

 

Hámark greiðslubyrðar reiknað

Við útreikning á hámark greiðslubyrðar eru notuð ákveðin viðmið Seðlabanka Íslands og tengjast þau ekki raunverulegri greiðslubyrði láns sem verið er að taka. Hins vegar þarf að standast greiðslubyrðarhlutfall viðmiðanna áður en lántaka getur átt sér stað. Fari hámark greiðslubyrðar viðmiðanna ekki yfir 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum (40% fyrir fyrstu kaupendur) hefur lántaki staðist mat Seðlabanka Íslands um hámark greiðslubyrðarhlutfalls.

 

Viðmið verðtryggðra lána

Hámark greiðslubyrðar miðar við verðtryggt lán til 25 ára með jöfnum greiðslum og þeim vöxtum sem sú stofnun býður upp á, svo lengi sem þeir eru hærri en 3%.

Hægt er að skoða viðmið með því að setja þessi atriði inn í lánareiknivél sjóðsins.

Ef greiðslubyrði viðmiðunarláns fer ekki yfir 35% af ráðstöfunartekjum lántaka þá ættu SÍ viðmiðin að standast en sjóðurinn ábyrgist ekki neinar upphæðir fyrr en umsókn með gögnum berst sjóðnum.

Viðmið óverðtryggðra lána

Hámark greiðslubyrðar miðar við óverðtryggt lán til 40 ára með jöfnum greiðslum og þeim vöxtum sem sú stofnun býður upp á svo lengi sem þeir eru hærri en 5,5%.

Hægt er að skoða viðmið með því að setja þessi atriði inn í lánareiknivél sjóðsins.

Ef greiðslubyrði viðmiðunarláns fer ekki yfir 35% af ráðstöfunartekjum lántaka þá ættu SÍ viðmiðin að standast en sjóðurinn ábyrgist ekki neinar upphæðir fyrr en umsókn með gögnum berst sjóðnum.