Fara í efni

Allt um lífeyri - upptaka

Námskeið á vegum TR, Allt um lífeyri - þetta þarf ekki að vera flókið, var haldið 27. september síðastliðinn. Upptaka af námskeiðinu verður aðgengileg næstu fjórar vikur og má finna hana á vefsíðu Tryggingastofnunar.

Smelltu hér til að sjá upptöku af námskeiðinu.

Á námskeiðinu fjallaði Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir um umsóknarferlið og umgjörð ellilífeyrisgreiðslna hjá TR. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi var gestafyrirlesari á námskeiðinu og fór meðal annars yfir:

  • Lífeyrissjóðina
  • Ólíkar tegundir séreignarsparnaðar
  • Skattamál
  • Erfðamál
  • Öryggi maka
  • Undirbúning starfsloka