Fara í efni

Bætt þjónusta

Hjá sjóðnum er lögð áhersla á stafræna vegferð og markmið sjóðsins er að auka þjónustuhlutfall sjálfvirkrar afgreiðslu til að einfalda sjóðfélögum okkar lífið og lækka rekstrarkostnað sjóðsins til lengri tíma. Sem hluti af þessari áherslu hefur sjóðurinn nú innleitt sms-áminningarkerfi í málaskráningarkerfi sitt.

Fyrsta skrefið tekur til örorkulífeyrisþega sem þurfa að skila inn læknisvottorði vegna endurnýjunar á greiðslum örorkulífeyris, en þau munu framvegis fá sms-áminningu frá lífeyrissjóðnum um skilin, til viðbótar við áminningu í tölvupósti.