Fara í efni

Brú lífeyrissjóður fer í samstarf við Klappir Grænar Lausnir

Brú lífeyrissjóður og Klappir Grænar Lausnir hafa gert samstarfssamning um innleiðingu og þróun á hugbúnaði er varðar sjálfbæra virðiskeðju (e. Sustainable Value Chain).

Klappir grænar lausnir sérhæfir sig í gerð hugbúnaðarlausna á sviði umhverfis-og loftslagsmála. Hugbúnaður þeirra gerir notendum kleift að halda utan um losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) af starfsemi sinni með einföldum hætti.

Mikil vitundarvakning er orðin í umhverfismálum og þeim neikvæðu áhrifum sem loftslagsbreytingar valda. Sjóðurinn ætlar að leggja sitt af mörkum í þessari vegferð og mun tileinka sér lausnir sem lágmarka áhrif neikvæðra umhverfisþátta af völdum starfsemi sjóðsins. Með samstarfinu verður kolefnisbókhald sjóðsins skilvirkt sem auðveldar markmiðasetningu og miðlun árangurs í umhverfis – og sjálfbærnismálum.