Fara í efni

Dómur Hæstaréttar í máli 24/2025

Sjóðurinn hefur farið yfir dóm Hæstaréttar í máli nr. 24/2025 og metið áhrif hans á lánasafn sjóðsins. Í dóminum var staðfest að skilmálar Arion banka um breytilega vexti uppfylla kröfu laga nr. 33/2013 um neytendalán. Þá var talið að bankinn hefði ekki nýtt sér aðstöðumun við samningsgerðina eða raskað jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila.

Sjóðurinn hefur beðið þessa dóms þar sem helsta viðmið Arion banka hf. við vaxtaákvarðanir er breyting á ávöxtunarkröfu skuldabréfa útgefnum af ríki, sveitarfélögum og viðskiptabönkum. En það er viðmið er grundvöllur vaxtaákvarðana hjá sjóðnum.

Þrátt fyrir að ágreiningsefni málsins hafi varðað skuldabréf sem gefið út samkvæmt eldri lögum, telur sjóðurinn að líkur standi til að sama niðurstaða verði ef þetta viðmið kemur til skoðunar vegna skuldabréfa gefinna út eftir gildistöku laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

Niðurstaða Hæstaréttar styrkir þá afstöðu sjóðsins að ekki sé ástæða til að endurreikna lán í lánasafni sjóðsins.

Í ljósi þess að óvissa ríkir, þar til dómur er genginn um sambærilegt álitaefni, telur sjóðurinn að ekki sé unnt að taka við umsóknum um lán með breytilegum vöxtum að svo stöddu.

Breytilegir vextir og vaxtaákvarðanir