Fara í efni

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 55/2024

Sjóðurinn er að meta áhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024 á lánasafn sjóðsins. Ljóst er að slíkt mat mun taka nokkurn tíma. Þar til niðurstaða liggur fyrir er starfsfólki sjóðsins ekki unnt að gefa skýr svör til lántaka um hvort þeir eigi mögulega rétt til endurreiknings á lánum.

Sjóðurinn telur einnig þörf á að endurskoða skilmála veðskuldabréfa sem notuð eru við lánveitingar. Þar til niðurstaða liggur fyrir telur sjóðurinn ekki unnt að afgreiða umsóknir um lán með breytilegum vöxtum.