Fara í efni

Enginn sparnaður fyrstu 12 mánuðina

Á undaförnum mánuðum hefur átt sér stað upplýsandi umfjöllun um þóknanir sem teknar eru af séreignarsparnaði. Nú nýverið birtist í Viðskiptablaðinu grein Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdarstjóra Almenna lífeyrissjóðsins, þar sem hann skoðar samning við erlent tryggingarfélag og bendir á kostnað sem felst í slíkum samningi.

Hér er vísað í nokkur atriði:

  • Langur samningstími (samtals 40,6 ár).
  • Viðkomandi greiðir 2,5% í sölu og samningsgerðarkostnað en hann er innheimtur fyrir fram og dreginn af sparnaði (iðgjaldi) og því myndast enginn sparnaður fyrstu 12,2 mánuði sparnaðartímans.
  • Til viðbótar greiðir viðkomandi 6% af hverri greiðslu (iðgjaldi) og eina evru í annan stjórnunar- og rekstrarkostnað.
  • Viðkomandi greiðir 1,15% á ári af inneign í eignarstýringarkostnað (veginn kostnaður í undirliggjandi sjóðum). Sá kostnaður dregst frá árlegri ávöxtun.
  • Í lykilupplýsingablöðum kemur fram að það getur verið mjög dýrt að hætta að greiða iðgjöld, sérstaklega fyrstu árin þar sem stór hluti sparnaðar getur farið í kostnað. Þar kemur fram að kostnaðurinn verður 46% ef rétthafi innleysir eftir 1 ár (væntanlega eftir að sparnaður byrjar að myndast eða þegar upphafskostnaður er að fullu greiddur) og 2,1 á ári ef rétthafi innleysir eftir 20 ár.

Í þessu tilviki myndast enginn sparnaður fyrstu 12 mánuðina þar sem viðkomandi greiðir sölu- og samningsgerðarkostnað fyrirfram og er hann dreginn af sparnaðinum.

Við hvetjum fólk eindregið til að kynna sér málið frekar.

 

Sjá fyrri umfjöllun | lifbru.is

Enginn sparnaður fyrstu 12 mánuðina | vb.is

Erlendir aðilar taki stóran hluta í kostnað | mbl.is