Fara í efni

Iðgjaldayfirlit nú rafræn á Island.is

Iðgjaldayfirlit frá sjóðnum eru nú birt með rafrænni birtingu á Island.is

Samhliða birtingunni verða iðgjaldayfirlit einnig aðgengileg á Mínum síðum hér á vef Brúar lífeyrissjóðs. Þau er að finna undir Málin mín en þar stofnast mappa sem inniheldur iðgjaldayfirlit.

 

Er hægt að sjá eldri iðgjöld sem greidd hafa verið til sjóðsins?

Þú getur skoðað rafrænt yfirlit yfir öll þau iðgjöld sem borist hafa sjóðnum frá því að þú byrjaðir að greiða til Brúar lífeyrissjóðs.

  • Skráðu þig inn á innri vefinn Lífeyrisréttindin mín.
  • Veldu því næst flipann Lífeyrisréttindi
  • Sláðu inn það tímabil og þá deild sem þú villt skoða
  • Smelltu á Sækja

Fyrir neðan birtist yfirlit yfir öll þau iðgjöld sem borist hafa sjóðnum yfir valið tímabil, undir flipanum "greidd iðgjöld á tímabilinu".