Fara í efni

Kynning á breytingum á örorkulífeyriskerfinu

Við vekjum athygli á væntanlegri kynningu á breytingum á örorkulífeyriskerfinu. Kynningin mun streyma af facebook síðu Félags- og vinnumálaráðuneytisins en einnig á vef Stjórnarráðsins.

Streymið verður á mánudaginn næsta, 22. apríl kl. 11:00

Í tilkynningu frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu segir að markmið með breytingunum er að gera örorkulífeyriskerfið einfaldara og réttlátara. Þetta séu mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi.

„Í nýja kerfinu er mikil áhersla á virkni en sömuleiðis að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. Stuðningur er líka aukinn við fólk á meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk fari á milli kerfa.“