01.10.2025
Almennt
Í dag fengu allir lífeyrisþegar í B og R deildum sjóðsins greiddan lífeyri úr nýju kerfi sjóðsins. Fyrri mánuði höfðu lífeyrisþegar R-deildar og lífeyrisþegar Lífeyrissjóðs Neskaupsstaðar fengið greiðslur úr nýju kerfi.
- Launaseðlar þessara lífeyrisþega birtast með uppfærðu útliti inni á mínum síðum Brúar og island.is, en framvegis verður ekki hægt að nálgast þá í netbanka.
- Lífeyrisþegar sem fá einnig greiddan lífeyri úr A og eða V deildum sjóðsins munu tímabundið fá tvo launaseðla vegna þessarar innleiðingar.
- Eftirfarandi réttindasöfn tilheyra B og R deildum sjóðsins
- Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
- Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar
- Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar
- Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar
- Lífeyrissjóður Neskaupsstaðar
- Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar
- Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjakaupstaðar
- Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar"
Sjá fyrri fréttir um málið:
Launaseðlar birtir á Ísland.is: R deild (LsRb)
Launaseðlar birtir á Ísland.is: Lífeyrissjóður Neskaupsstaðar