Fara í efni

Neysluviðmið í greiðslumati uppfært

Neysluviðmiðin hafa verið uppfærð á vef félagsmálaráðuneytisins. Viðmiðin eru uppfærð á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna á tímabilinu 2013 til 2016, líkt og neysluviðmið ársins 2018. Viðmiðin eru uppfærð á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna á tímabilinu 2013 til 2016, líkt og neysluviðmið ársins 2018. Nýrri gögn yfir útgjöld bjóða ekki upp á nauðsynlega sundurliðun útgjalda, sem útreikningar neysluviðmiða krefjast. Af þeim sökum voru viðmið fyrra árs framlengd með undirvísitölum vísitölu neysluverðs fyrir hvern útgjaldaflokk fyrir sig. Uppfærslan var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og leiðir hún í ljós hækkun á flest öllum útgjaldaflokkum en dæmigert viðmið hækkaði að jafnaði um 2,7%.

Nánari upplýsingar um neysluviðmiðin má finna hér.