Fara í efni

Ný vefþjónusta - villuprófun lífeyrisskilagreina

Sjóðurinn hefur í samstarfi við Devon ehf. þróað nýja vefþjónustu sem villuprófar skilagreinar. Nú þegar hefur Kjarni mannauðs- og launakerfi frá Origo innleitt þessa virkni í sitt kerfi og geta því notendur Kjarna villuprófað skilagreinar til sjóðsins áður en launakeyrslu er lokað og leiðrétt þær áður en þeim er skilað til sjóðsins. Dæmi um villuprófanir er aldur launþega og afstemmingar á mótframlagi og endurhæfingarsjóði. Í þessari nýju virkni felst mikil hagræðing bæði fyrir notendur Kjarna sem og lífeyrissjóðinn þar sem nú er hægt að komast hjá vandasömum leiðréttingum sem koma ekki í ljós fyrr en við skil skilagreina og eftir lok launakeyrslu.

Sjá einnig hér: https://www.kjarni.is/frettir/nyjungar-i-kjarna

 

Þetta er vonandi forsmekkurinn af því sem koma skal en miklar væntingar eru til þess að fleiri lífeyrissjóðir og önnur launakerfi fylgi í kjölfarið og bjóði upp á þessa nýju virkni.

 

Nánari upplýsingar gefur Þóra Jónsdóttir, sviðstjóri réttinda- og lögfræðisviðs.