Fara í efni

Rafrænt tekjueftirlit örorkulífeyrisþega - óskað eftir samþykki fyrir gagnaöflun

Í byrjun febrúar sendir sjóðurinn út bréf til örorkulífeyrisþega í A og V deild. Sjóðurinn tók í notkun nýtt lífeyriskerfi á árinu 2017 og fékk samhliða rafræna tengingu við skattyfirvöld til að afla reglulegra upplýsinga. Sjóðurinn mun því innan tíðar taka upp rafrænt tekjueftirlit örorkulífeyrisþega, sem áður var gert handvirkt.

Í bréfinu er óskað eftir að örorkulífeyrisþegar samþykki gagnaöflun frá skattyfirvöldum með rafrænum hætti. Það er gert með því að velja umsóknir efst í hægra horninu. Fylla þarf út og undirrita rafrænt umsókn sem heitir „Samþykki fyrir gagnaöflun – örorkulífeyrir“.

Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki í síma eða á korti til þess að skila inn umbeðnu samþykki.