Fara í efni

Reglur um hámarks greiðslubyrði fasteignalána gildi

Í dag þann 1. desember taka gildi nýjar reglur Seðlabanka Íslands nr. 1077/2021 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Reglurnar voru samþykktar á fundi fjármálastöðugleikanefndar þann 28. september sl.

Samkvæmt reglunum er við lánveitingu hámark greiðslubyrðar fasteignalána 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda en hámarkshlutfall fyrir þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta sinn er 40%. Við útreikninginn er lánveitendum heimilt að miða lánstíma að hámarki við 40 ár fyrir óverðtryggð fasteignalán og við 30 ár fyrir verðtryggð fasteignalán.