Fara í efni

Tímabundinn greiðslufrestur á lánum einstaklinga vegna COVID-19

Sjóðurinn mun koma til móts við lántakendur sína sem sjá fram á greiðsluerfiðleika vegna COVID-19. Lántakendur geta sótt um að fresta greiðslum afborgana og vaxta í allt að sex mánuði.  Frestaðar afborganir og vextir leggjast við höfuðstólinn sem þá hækkar og lánstíminn lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana. Frestaðar greiðslur fylgja vaxtaákvæðum lánsins. 

Þeir lántakendur sem þurfa að nýta sér framangreint úrræði um greiðslufrest sækja um með rafrænum skilríkjumá Mínum síðum/umsóknir eða hér.   

Við skilmálabreytingar þarf samþykki síðari veðhafa ef breytingin getur haft áhrif á rétt hans/þeirra

Lántakendur eru beðnir um að sýna skilning á að afgreiðsla mála hjá lánadeild sjóðsins tekur lengri tíma vegna mikils álags.