Fara í efni

Sjóðurinn opnar að nýju en með ákveðnum takmörkunum

Afgreiðsla sjóðsins opnar aftur í dag mánudaginn 18 maí en þó með þeim takmörkunum að viðskiptavinir þurfa að panta tíma fyrirfram hjá lífeyrisfulltrúum á netfangið lifeyrir@lifbru.is og hjá lánafulltrúum á netfangið lanamal@lifbru.iseða í síma 5400700. 

Áfram er nauðsynlegt að gæta að fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglunni og þurfa viðskiptavinir því að takmarka komur til sjóðsins eins og hægt er, en á heimasíðu sjóðsins má nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán og á Mínum síðum er bæði hægt að sækja um lífeyri og lán.

Fyrirmælum sóttvarnalæknis verður fylgt til hins ýtrasta til þess að gæta öryggis viðskiptavina og starfsfólks.