Fara í efni

Sjóðurinn leitar að sérfræðingi í sjálfbærni

Sérfræðingur í sjálfbærni

Sjóðurinn leitar að sérfræðingi í sjálfbærni til að fylgja eftir framkvæmd sjálfbærnistefnu sjóðsins. Í boði er krefjandi og spennandi starf í samhentu teymi starfsfólks. Starfið heyrir undir Sviðstjóra eignastýringar og felur í sér náið samstarf við starfsfólk sjóðsins.

Helstu verkefni

 • Vinna að innleiðingu verkefna sem tengjast nýrri löggjöf á sviði sjálfbærni.
 • Undirbúningur og miðlun sjálfbærnifræðslu til starfsfólks.
 • Halda utan um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni og undirbúningur og vinna að skýrslugjöf á sviði sjálfbærni.
 • Önnur tilfallandi verkefni, s.s. verkefni sem styðja við áherslur í sjálfbærnistefnu og markmiðasetningu sjóðsins á sviði sjálfbærni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Brennandi áhugi, þekking og reynsla á sviði sjálfbærni.
 • Þekking og reynsla af sjálfbærni á fjármálamörkuðum er kostur.
 • Rík greiningarhæfni og hæfni til að setja fram upplýsingar á skilmerkilegan hátt.
 • Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
 • Öguð vinnubrögð.
 • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október og hér er hægt að sækja um ( linkur) https://recruitcrm.io/apply/16962519237770008095GUb

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).