Fara í efni

Taktu upplýsta ákvörðun um val á séreignarsparnaði

Á síðustu mánuðum hefur verið fjallað um þóknanir vegna séreignarsparnaðar. Nýlega skrifaði Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrirssjóðsins grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann bendir á kostnað sem getur fylgt samningum við erlend tryggingarfélög.

Áður en þú gerir slíkan samning er gott að hafa í huga þessi atriði:

  • Berðu saman þá valkosti sem eru í boði.
  • Athugaðu samningstímann og hvort hann sé raunhæfur? 
  • Er kostnaður við sölu  og samningsgerð? Ef svo er, hversu mikill og er hann dreginni frá sparnaði fyrirfram?
  • Hvenær hefst raunverulegur sparnaður? 
  • Er annar kostnaður t.d. vegna eignastýringar, stjórnunar eða reksturs? Hversu mikill er hann? 
  • Lestu vel lykilupplýsingablaðið en þar koma fram mikilvægar upplýsingar m.a. hver kostnaðurinn er ef samningi er sagt upp. 

Við hvetjum þig til að kynna þér þessi atriði vel áður en þú skrifar undir samning. 

 

Sjá fyrri umfjöllun | lifbru.is

Enginn sparnaður fyrstu 12 mánuðina | vb.is

Erlendir aðilar taki stóran hluta í kostnað | mbl.is