Fara í efni

Tryggingafræðileg athugun 2018

Nýjar töflur um lífs- og örorkulíkur hafa veruleg áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga lauk á árinu 2018 við gerð nýs reiknigrundvallar fyrir mat lífeyrisskuldbindinga. Athugun á reynslu sjóðanna var unnin í samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða á grundvelli gagna frá öllum íslenskum lífeyrissjóðum. Fyrri reiknigrundvöllur sem var frá árinu 2002 byggði eingöngu á gögnum frá hluta lífeyrissjóða landsins.

Lífslíkur eru því nú í fyrsta sinn metnar eftir reynslu þeirra sem réttindi eiga í lífeyrissjóðum en fram til þessa hefur verið miðað við lífslíkur allra Íslendinga óháð því hvort þeir eigi réttindi í lífeyrissjóðum eða ekki. Þá eru lífslíkur öryrkja og annarra sjóðfélaga mismunandi og er nú tekið tillit til þess í útreikningum á tryggingafræðilegri stöðu. Þessar nýju forsendur sýna skuldbindingar sjóðsins af meiri nákvæmni en áður.

Útreikningurinn er bæði aðlagaður að sjóðfélagahópi hvers lífeyrissjóðs og að reynslu sjóðsins í nýgengi örorku. Fyrir Brú leiddi nýtt mat í ljós hærri örorkutíðni í A og V deild en áður hafði verið sem hækkaði mat á örorkuskuldbindingum sem og eftirlaunaskuldbindingum. Í B deild er nýgengi örorku lægra en í eldri forsendum sem lækkaði mat á örorkuskuldbindingum en mat á eftirlaunaskuldbindingum hækkaði.         

Hér má nálgast skýrslu um tryggingafæðilega athugun A deildar

Hér má nálgast skýrslu um tryggingafæðilega athugun V deildar

Hér má nálgast skýrslu um tryggingafæðilega athugun B deildar