Fara í efni

Tryggingastofnun á Ísland.is

Tryggingastofnun hefur nú uppfært allt efni og sett upp á aðgengilegan hátt á vefnum Ísland.is. Þar er hægt að skrá sig inn á mínar síður TR og nota reiknivél lífeyris Tryggingastofnunnar.

Í tilkynningu frá TR segir: „Með flutningi á Ísland.is viljum við einfalda leit að upplýsingum um almannatryggingar og auðvelda notendum að finna upplýsingar um réttindi og greiðslur í kerfinu. Hluti af flutningnum á Ísland.is felst í að setja upp þjónustuvef þar sem finna má svör við algengum spurningum þannig að notendur eru leiddir áfram til að finna rétt svar.“

TR á Ísland.is