Fara í efni

Uppfærðar launatöflur - eftirmannsregla

Í samræmi við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa launatöflur eftirtalinna stéttarfélaga verið uppfærðar fyrir lífeyrisþega sem fylgja eftirmannsreglu í B deild sjóðsins og hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar.  Þegar nýir kjarasamningar eru gerðir fær sjóðurinn  upplýsingar frá sambandinu og uppfærir launatöflur eins fljótt og hægt er.  Ef lífeyrisþegar hafa athugasemdir varðandi sinn lífeyri er tengjast breytingu launataflna þá vinsamlegast hafið samband við lífeyrisdeild sjóðsins á  netfangið lifeyrir@lifbru.is

Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Starfsmannafélag Húsavíkur

Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmannafélag Suðurnesja

Sjúkraliðafélag Íslands