Fara í efni

Fréttir og tillkynningar

Almennt

Vextir á óverðtryggðum lánum lækka

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti á nýjum óverðtryggðum sjóðfélagalánum frá og með 15. janúar. Breytingin á vöxtunum nær einnig til útgefinna lána en samkvæmt lögum þarf að tilkynna vaxtabreytingu með 30 daga fyrirvara og taka vextirnir því gildi á næsta gjalddaga að þeim tíma liðnum. Óverðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 5,1% í 4,9% og vextir á óverðtryggðum viðótarlánum fara í 5,9% úr 6,1% en óverðtryggðir fastir vextir verða 5,5%
Almennt

Breytingar á tekjuskattskerfinu 1. jan 2020 - þriggja þrepa skattkerfi

Breytingar á tekjuskattskerfinu tóku gildi 1. janúar 2020, en frá og með þeim tíma var innleitt þriggja þrepa skattkerfi. Þeir lífeyrisþegar sem eru með heildartekjur yfir 336.916 kr. eru hvattir til þess að huga að því hvort ástæða sé til þess að tilkynna sjóðnum um breytingar á skattþrepi. Hægt er að tilkynna með því að senda tölvupóst á lifeyrir@lifbru.is eða með því að fylla út eyðublað á umsóknarvef sjóðsins.
Almennt

Sjóðfélagavefur - vandamál með tengingar

Vandamál eru með tengingar á sjóðfélagavef sem veldur því að í einhverjum tilvikum geta sjóðfélagar ekki skráð sig inn á sjóðfélagavefinn eða tenging rofnar. Unnið er að lagfæringu. Beðist er velvirðingar á því óhagræði sem þetta kann að valda sjóðfélögum.