Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

Almennt

Breytingar á lögum um lífeyrissjóði

Þann 15. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 sem taka gildi 1. janúar 2023. Frá þeim tíma verður lágmarksiðgjald í V deild 15,5% í stað 12% þannig að launagreiðendur þurfa að greiða 11,5% mótframlag til sjóðsins. Samhliða þessari breytingu á lágmarksiðgjaldi hækkar lágmarkstryggingavernd samkvæmt lögum úr 1,4% í 1,8%.