Fara í efni

Vafrakökustefna


Brú lífeyrissjóður notar vafrakökur á vefsíðu sinni til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðunnar og til greiningar.¹
PDF


Hvað eru vafrakökur

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem vistaðar eru í vafranum þínum þegar þú heimsækir vefsíður í gegnum tölvu, síma eða með öðru snjalltæki. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að greina á milli notenda og hvernig þeir vilja nota vefsvæðin. Nánari upplýsingar um vafrakökur má t.d. finna á www.allaboutcookies.org.

Vafrakökur sem Brú lífeyrissjóður notar eru eftirfarandi:

Nauðsynlegar kökur – þessar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga. Vafrakökurnar eiga allar uppruna sinn frá lifbru.is.

Virknikökur – þessar kökur gera vefsvæðinu kleift að muna útlit, hegðun og/eða aðrar breytingar eða val sem notandinn kýs að framkvæma á vefsvæðinu. Vefsvæðið man ef vafrakökur hafa verið samþykktar. Jafnframt er notuð þjónusta frá Addthis.com til að bjóða upp á deilingu frétta á samfélagsmiðla. Hægt er að slökkva á kökum frá addthis á eftirfarandi slóð https://datacloudoptout.oracle.com/.

Tölfræðikökur – þessar kökur eru notaðar við rekstur vefsíðunnar og innihalda uplýsingar um hversu oft vefsíðan er heimsótt og aðra vefgreiningu, án persónugreiningar. Vefsíða sjóðsins notar þjónustu Google Analytics og New-Relic til að safna tölfræðilegum gögnum um notkun á vefsíðunni. Hægt er að slökkva á Google Analytics með viðbót í vafra á eftirfarandi slóð https://tools.google.com/dlpage/gaoptout.

Markaðskökur – Brú lífeyrissjóður safnar engum upplýsingum um í markaðslegum tilgangi.

Hvernig get ég losað mig við vafraköku?

Þeir sem vilja aftengja eða losa sig við vafrakökur geta gert það í stillingum á þeim vafra sem notast er við. Tekið skal fram að aftenging eða eyðing á vafrakökum getur haft afgerandi áhrif á notendaupplifun og stillingar á tengdum vefsvæðum.

Það er mismunandi milli netvafra hvernig breyta á vefkökum, en nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi tenglum:

Brú lífeyrissjóður ábyrgist ekki öryggi efnisinnihalds á vefsvæðum þriðju aðila.

Hafa samband

Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um notkun á vafrakökum á framfæri, skal athugasemdum komið til Brúar lífeyrissjóðs í tölvupósti á lifbru@lifbru.is.

Öll vinnsla persónuupplýsinga, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra er í samræmi við lög um persónuvernd nr. 90/2018 og persónuverndarstefnu sjóðsins.

¹ Öll umfjöllun um Brú lífeyrissjóð á einnig við um starfsemi Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.