Fara í efni

Lánaskjölin mín

Á Mínum síðum er hægt að nálgast ýmis skjöl sem tengjast lánum og lántöku. Hér má sjá hvar er hægt að sækja skjöl og yfirlit lána. Einnig er hægt að greiða aukalega inn á lán.

Staða láns og greiðsluseðlar


Þegar farið er inn á Mínar síður - Lánin mín er hægt að finna upplýsingar og skjöl um lánin þín. Þar birtist listi yfir lán í þínu nafni og þegar ýtt er á línu viðkomandi láns birtast nokkrir flipar. Hér má sjá stuttar skýringar á valmöguleikunum sem bjóðast.

  • Samantekt: sýnir yfirlit yfir lánið, forsendur láns og núverandi stöðu.
  • Greiðslusaga: sýnir allar afborganir sem greiddar hafa verið af láninu. Til að sjá greiðsluseðil fyrir afborgun er smellt á hnapp hægra megin við viðkomandi afborgun.
  • Gjalddagar: sýnir áætlun fyrir ógjaldfallnar afborganir. Þegar gjalddagi nálgast og krafa hefur stofnast í netbanka er hægt að sjá ógreiddan greiðsluseðil með því að smella á hnapp hægra megin við viðkomandi gjalddaga.

Skjöl og tilkynningar um lán


Þegar farið er inn á Mínar síður - Lánaskjöl er hægt að nálgast ýmis skjöl tengd láni sem raðast í tímaröð eftir útgáfu þeirra. Þessi skjöl eru meðal annars tilkynningar, kvittanir og kaupnótur lána.

  • Kaupnóta fyrir afgreiðslu láns, með sundurliðun útgreiðslu
  • Staðlaðar upplýsingar um lán (fylgir nýju láni)
  • Tilkynningar um vaxtabreytingar
  • Kvittanir fyrir greiðslu séreignarsparnaðar inn á lán
  • Kvittanir fyrir umframgreiðslur
  • Innheimtuviðvaranir
  • Lokaaðvaranir
  • Lánayfirlit ábyrgðarmanna
  • Uppgreiðslukvittun

Fylgiskjöl lántöku


Að lántöku lokinni verður til ný málsmappa inni á Mínum síðum - Málin mín merkt viðeigandi lánanúmeri. Þar má finna eftirfarandi skjöl:

  • Afrit af nýju þinglýstu láni.
  • Afrit af útgreiðslukvittun láns.

Undir Mínar síður - Málin mín má einnig finna málsmöppu sem inniheldur upprunalega umsókn um fasteignalán og fylgiskjölin sem lántaki skilaði inn með umsókn. Þetta mál heitir Umsókn um fasteignalán.