Fara í efni

Samræmd lífeyrisréttindi og nú hvað

Framkvæmdastjóri sjóðsins Gerður Guðjónsdóttir var með erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna þann 21. september þar sem hún fór yfir þær lagabreytingar sem gerðar voru á árinu 2017 til að samræma lífeyrisréttindi á opinbera markaðnum við réttindi á almenna markaðnum. Fram kom í erindinu að réttindi þeirra sem voru á lífeyri og þeir sem voru 60 ára og eldri, við gildistöku laganna, yrði hvorki skert né hækkuð og væru á ábyrgð launagreiðenda.

Í ljósi þess að tryggingafræðilegra staða A deildarinnar er komin yfir viðmið lífeyrissjóðslaganna verður sjóðurinn að bregðast við og innleiða þær tillögur sem liggja fyrir en ein af þeim er að hefja innheimtu viðbótarframlags hjá launagreiðendum vegna framangreindra hópa.

Á næsta ári mun sjóðurinn hefja mánaðarlega innheimtu hjá launagreiðendum sem nemur um 10% af greiddum lífeyri þessa hóps.  Samkvæmt útreikningum sjóðsins er um að ræða 50 millj.kr. á mánuði eða um 600 millj.kr á ári og innheimtan verður til næstu áratuga. Frekari upplýsingum um innheimtuna verður komið til viðeigandi launagreiðenda á næstu vikum.