Fara í efni

Nýir sjóðfélagar


Til hamingju með nýja starfið!

Nú þarft þú að kynna þér hvaða leið hentar þér best í lífeyrismálum.
Þú getur valið um A deild eða V deild.
Þessar tvær deildir veita mismunandi réttindi og mikilvægt fyrir þig að kynna þér vel hvor deildin hentar þér betur.

A deild

Ef þú ert nýr starfsmaður hjá sveitarfélagi sem á aðild að Brú lífeyrissjóði og ert félagsmaður í einhverju af aðildarfélögum BHM, BSRB eða KÍ, býðst þér að gerast sjóðfélagi í A deild lífeyrissjóðsins. 

Í A deild ábyrgist launagreiðandi að greiða 11,5% iðgjald til viðbótar við 4% skylduiðgjald þitt, eða samtals 15,5% lífeyrisiðgjald.

Þú getur þar að auki valið um að borga 2-4% í viðbótarlífeyrissparnað með 2% mótframlagi launagreiðenda og þannig aukið erfanlega séreign þína um 4-6% af launum. Til þess að nýta þér þetta þarft þú að gera samning við vörsluaðila um séreignarsparnað. Á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða geturðu fundið nánari upplýsingar um séreignarsparnað.

Réttindin í A deild ráðast af innborguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Eftir því sem þau ávaxtast yfir lengra tímabil því meiri verða þau. Því yngri sem sjóðfélagi er þegar hann byrjar, þeim mun meiri réttindi ávinnur hann sér.

Helstu réttindi A deildar:

  • Þú getur byrjað á lífeyri milli 60 og 80 ára aldurs.
  • Makalífeyrisréttur er til alls fimm ára.
  • fyrstu þrjú árin 50% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
  • næstu tvö árin 25% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
  • Barnalífeyrir fyrir börn yngri en 22 ára.
  • Örorkulífeyrir við 40% orkutap.
Þú getur kynnt þér réttindi í A deild betur hér.

V deild

Þú getur hvenær sem er fært þig úr A deild yfir í V deild.

Ef þú velur V deild, greiðir þú 4% iðgjald af launum þínum og launagreiðandi greiðir mótframlag er 11,5% eða samtals 15,5% lífeyrisiðgjald í V deild.

Iðgjald sem er umfram 12%, getur þú ráðstafað inn á séreignarsparnað. Af 15,5% iðgjaldi getur þú ráðstafað 3,5% í séreignarsparnað. Til þess að nýta þér þetta þarft þú að fylla út umsókn og fá staðfestingu launagreiðanda þíns og senda sjóðnum. Þú þarft einnig að vera með samning við vörsluaðila um séreignarsparnað.

Að auki getur þú valið um að borga 2-4% í viðbótarlífeyrissparnað með 2% mótframlagi launagreiðenda og þannig stóraukið erfanlega séreign þína, samtals um allt að 9,5% af launum. Á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða geturðu fundið nánari upplýsingar um séreignarsparnað.

Réttindin í V deild ráðast af innborguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Eftir því sem þau ávaxtast yfir lengra tímabil því meiri verða þau. Því yngri sem sjóðfélagi er þegar hann byrjar, þeim mun meiri réttindi ávinnur hann sér.

Allir sem fá greidd laun eða þóknanir frá sveitarfélagi eða stofnun sveitarfélags geta gerst sjóðfélagar í V deild. Sama gildir um þá sem ekki hafa skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóði.

Helstu réttindi V deildar:

  • Þú getur byrjað á lífeyri milli 60 og 80 ára aldurs.
  • Makalífeyrisréttur er til tveggja ára og er 50% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
  • Barnalífeyrir fyrir börn yngri en 18 ára.
  • Örorkulífeyrir við 50% orkutap.

Þú getur kynnt þér réttindi í V deild betur hér.

Hvernig skipti ég úr A deild yfir í V deild?

Þú getur fyllt út eftirfarandi umsóknareyðublöð annars vegar til að skipta úr A deild yfir í V deild og hins vegar til að ráðstafa umfram iðgjaldi í séreignarsjóð. Þú þarft fyrst að gera samning við vörsluaðila um séreignarsparnað.

Athugaðu að launagreiðandinn þinn þarf að samþykkja umsóknirnar.

Ekki er hægt að fara úr V deild aftur í A deild.

A deild  eða V deild - Samanburður á helstu réttindum

Brú lífeyrissjóður

A-deild

V-deild

Ávinnsla

Ávöxtun og tími
15,5% iðgjald
Ávöxtun og tími
15,5% iðgjald
12%< möguleiki á séreign

Ellilífeyrir upphaf

60-80 ára
60-80 ára

Makalífeyrir

50% af áunnum réttindum x 3 ár +
25% af áunnum réttindum x 2 ár
50% af áunnum réttindum x 2ár

Barnalífeyrir til

22 ára v. fráfalls/örorku
18 ára v. fráfalls/örorku

Örorkulífeyrir

Miðað við a.m.k. 40% örorku
Miðað við a.m.k. 50% örorku

 

Ertu að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði?

Ef þú ert að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði er hægt að finna mjög gagnlegan fróðleik hér.
Við hvetjum allt ungt fólk til að kynna sér málið nánar.

Góð lánakjör

Brú lífeyrissjóður býður sjóðfélögum lán á hagstæðum kjörum gegn veði í íbúðarhúsnæði.
Sjá hér  nánari upplýsingar um lánakjör og upplýsingar fyrir þá sem kaupa sína fyrstu íbúð.

Fjárfestingarstefna

Á hverju ári gefur stjórn sjóðsins út fjárfestingarstefnu, en markmið stjórnar er að ávaxta eignir sjóðsins svo að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum. Til að ná þessu markmiði er eignasamsetning ákveðin samkvæmt fyrirfram mótaðri fjárfestingarstefnu. Fjárfestingarstefna sjóðsins er aðgengileg hér.
Einnig er hægt að skoða eignasafn sjóðsins hér.

Samþykktir

Samþykktir sjóðsins eru aðgengilegar hér.

Hafðu samband eða komdu í heimsókn

Þér er velkomið að hafa samband við okkur með tölvupósti lifbru@lifbru.is eða að hringja í okkur í síma 540-0700.
Einnig er hægt að bóka samtal, en í boði er að bóka samtal í síma, fjarfundakerfi eða á skrifstofu sjóðsins. 
Sjá nánar hér.
Opið alla virka daga á milli 9:00 og 16:00.

Þú ert einnig ávallt velkomin/n á skrifstofuna okkar í Sigtúni 42.