Fara í efni

Mannauðsstefna

 Mannauðsstefna á pdf formi

1.gr. Markmið

Markmið með stefnu þessari er sjóðurinn verður eftirsóknarverður vinnustaður og hafi á að skipa hæfa, áhugasama og metnaðarfulla starfsmenn sem sýna frumkvæmi og vilja til þess að vikan þátt í að skapa jákvætt og drífandi starfsumhverfi.

Starfsmenn sjóðsins hafa eftirfarandi gildi til hliðsjónar í störfum sínum

  • Hlýleg

Vera hlýlegir og vingjarnlegir við sjóðfélaga og samstarfmenn.

  • Upplýsandi

Veita áreiðanlegar og tímanlegar upplýsingar.

  • Skynsöm

Taka rökréttar ákvarðanir, sem stjórnast af skynsemi.

2.gr. Ráðningar og móttaka nýrra starfsmanna

Laus störf hjá sjóðnum standa öllum opin, óháð kyni umsækjenda eða annarri stöðu. Ráðning starfsmanna er byggð á faglegum vinnubrögðum þar sem áhersla er lögð á hæfni og tillit tekið til jafnréttissjónarmiða. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju starfsfólki sem fær viðeigandi fræðslu um starfsemi sjóðsins við upphaf starfs. Næsti yfirmaður ber ábyrgð á móttöku nýrra starfsmanna.

3.gr. Starfsánægja, samskipti og samvinna

Það er sameiginleg ábyrgði allra starfsmanna að stuðla að góðum starfsanda og jákvæðum samskiptum. Lögð er áhersla á að samstarfsmenn sýni hvor öðrum virðingu og umburðarlyndi og hvatt er til uppbyggilegra og faglegra samskipta. . Starfsmenn eru hvattir til að tjá sig um hvað því finnst miður/vel fara á vinnustaðnum.

4.gr. Starfsmannaviðtöl

Starfsmannaviðtöl eru að minnsta kosti einu sinni á ári. Markmið með viðtölunum er að styðja við starfsfólk, meta frammistöðu þess, meta þörf á símenntun, en ekki síður hvetja það til að tjá sig um atriði sem geta bætt vinnubrögð og vinnuferla innan sjóðsins, viðhaldið góðum starfsanda og aukið starfsánægju.

5.gr. Starfsþróun og símenntun

Markmið sjóðsins er að starfsmenn viðhaldi nauðsynlegri sérþekkingu sem við á í sérhverju starfi innan sjóðsins. Starfsmenn skulu leitast við að laga sig að breytilegum kröfum sem starfið gerir til þeirra og vera reiðubúnir að þjálfa sig til nýrra og breyttra verkefna. Starfsmönnum ber að að viðhalda starfshæfni sinni og fylgjast með nýjungum á sínu sviði. Lögð er áhersla á fræðslu og símenntun en þörfin er metin árlega með hliðsjón af starfsmannasamtölum, óskum starfsmanna og þörf sjóðsins hverju sinni. Starfsmenn eiga allir jafna möguleika til starfa og starfsþróunar.

6.gr. Starfsumhverfi og heilbrigði

Sjóðurinn er umhugað um heilsu starfsfólks og að það leggi rækt við eigin heilsu. Leitast er við að starfsumhverfi starfsmanna sé öruggt, heilsusamlegt og að vinnuaðstaða og búnaður sé í góðu lagi. Veittir eru líkamsræktarstyrkir til að stuðla að bættri líðan og heilsu starfsfólks. Þá er starfsmönnum boðið árlega upp á heilsufarsmælingar og flensusprautur.

7.gr. Jafnvægi vinnu og einkalífs

Lögð er áhersla á að starfsmenn getir samræmt fjölskyldulíf sitt og starf. Til þess að svo megi verða geta starfsmenn óskað eftir því við sinn yfirmann að vinnutími verður sveigður að þörfum viðkomandi. Óskir um sveigjanlega vinnutíma eru metnir með tilliti til starfs og þarfa sjóðsins. Lögð er áhersla á góða ástundun starfsmanna.

8.gr. Jafnrétti

Lögð er áhersla á að starfsmenn njóti þeirra réttinda sem kveðið er á um í lögum, reglum og samningum um jafnréttismál. Sérstaklega er þar horft til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Fyllsta jafnréttis er gætt í öllum störfum og verkefnum sjóðsins. Hver starfsmaður sjóðsins er metinn að verðleikum, óháð uppruna, kynferði, kynhneigð, aldri, þjóðerni eða trú. Lögð er sérstök áhersla á eftirfarandi þætti:

Einelti, ofbeldi, fordómar og kynbundin eða kynferðisleg áreitni eru ekki liðin

Sjóðurinn greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf

9.gr. Starfslok

Ákvörðun um starfslok vegna aldurs er tekin í samráði við viðkomandi starfsmann. Sé starfsmanni sagt upp getur hann óskað eftir skriflegra skýringa á uppsögninni.

10.gr. Eftirfylgni, gildistaka og birting

Framkvæmdastjóri fyrir hönd stjórnar ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt. Stjórn sjóðsins samþykkir stefnuna og staðfestir með undirritun sinni. Endurskoða skal stefnuna eins oft og þurfa þykir en eigir sjaldnar en á tveggja ára fresti. Stefnan skal vera birt á heimasíðu sjóðsins .

Þannig samþykkt á stjórnarfundi 7. október 2019