Fara í efni

Mannauðsstefna

 Mannauðsstefna á pdf formi

1.gr. Markmið

Markmið sjóðsins er að vera eftirsóknarverður vinnustaður og hafi á að skipa hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki sem sýnir frumkvæði og vilja til að virkan þátt í að skapa jákvætt, faglegt og drífandi starfsumhverfi.

Starfsfólk sjóðsins hefur eftirfarandi gildi til hliðsjónar í störfum sínum

  • Hlýleg

Vera hlýleg og vingjarnleg við hagaðila sjóðsins

  • Upplýsandi

Veita áreiðanlegar og tímanlegar upplýsingar.

  • Skynsöm

Taka rökréttar ákvarðanir og skynsamar ákvarðanir

2.gr. Ráðningar og móttaka nýrra starfsmanna

Laus störf hjá sjóðnum standa opin óháð kyni. Ráðning starfsfólks er byggð á faglegum vinnubrögðum þar sem áhersla er lögð á hæfni, þekkingu og jákvæðu viðhorfi. Sjóðurinn leitast við að taka vel á móti nýju starfsfólki og veita því viðeigandi fræðslu um starfsemi sjóðsins. Næsti yfirmaður ber ábyrgð á móttöku á sínu starfsfólki. 

3.gr. Starfsánægja, samskipti og samvinna

Það er sameiginleg ábyrgð starfsfólks að stuðla að góðum starfsanda og jákvæðum samskiptum. Það er mikilvægt að samstarfsfólk sýni hvoru öðru virðingu og umburðarlyndi og hvetur til uppbyggilegra og faglegra samskipta. Starfsfólk er hvatt til að tjá sig við stjórnendur um hvað því finnst um vinnustaðinn.

4.gr. Starfsumhverfi og heilbrigði

Sjóðurinn er umhugað um heilsu starfsfólks síns. Leitast er við að starfsumhverfi sjóðsins sé öruggt og að vinnuaðstaða og búnaður sé í góðu lagi. Veittir eru líkamsræktarstyrkir til að stuðla að bættri líðan og heilsu starfsfólks. Þá er starfsfólki boðið árlega upp á heilsufarsmælingar og flensusprautur. 

5.gr. Jafnréttis- jafnlaunastefna

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt jafnréttis- og jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun með það að markmiði að jafna stöðu og jafnan rétt óháð kyni. 

6.gr. Frammistaða

Að lágmarki einu sinni á ári fer fram frammistöðuviðtal þar sem farið er yfir frammistöðu starfsfólks, metin þörfin á endur- og símenntun og veitt endurgjöf.

7.gr. Starfslok

Ákvörðun um starfslok vegna aldurs er tekin í samráði við viðkomandi starfsmann. Sé starfsmanni sagt upp getur hann óskað eftir skriflegri skýringu á uppsögninni. 

8.gr. Eftirfylgni, gildistaka og birting

Framkvæmdastjóri fyrir hönd stjórnar ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt. Stjórn sjóðsins samþykkir stefnuna og staðfestir með undirritun sinni. Endurskoða skal stefnuna eins oft og þurfa þykir en eigir sjaldnar en á tveggja ára fresti.
Stefnan skal vera birt á heimasíðu sjóðsins .

Þannig samþykkt á stjórnarfundi 17. maí 2021