Þrár lífeyrisdeildir
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga er lífeyrissjóður fyrir fólk sem starfar hjá sveitarfélögunum. Hann hét áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga en skipt var um heiti sjóðsins í júní 2016.
Brú lífeyrissjóður veitir sjóðfélögum sínum réttindi til ævilangs lífeyris. Til viðbótar ávinna sjóðfélagar sér rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris. Brú lífeyrissjóður rekur þrjár deildir með ólíkum lífeyriskerfum, A deild, V deild og B deild. Ef þú ert ekki viss um í hvaða deild þú ert, getur þú farið inn á sjóðfélagavefinn.
Þeir sem eru í A deild geta skipt yfir í V deild. Við mælum með að sjóðfélagar kynni sér rækilega muninn á deildunum áður en þeir skipta um deild.
A deild
Starfsmenn sveitarfélaga sem eru í BSRB, BHM og KÍ eiga kjarasamningsbundna aðild að sjóðnum. Þeir geta valið um að vera í annað hvort A deild eða V deild.
> Aðildarfélög Brúar lífeyrissjóðs
- Starfsmenn frá 1. júlí 1998 eru í A deild.
- Eldri starfsmenn eiga rétt á að fara í A deild.
- Nánar um A deild.
V deild
- Er öllum opin.
- A deildar félagar geta flutt sig í V deild.
- Nánar um V deild.
B deild
Réttindasöfn lokaðra lífeyrissjóða sem sameinuðust 2013 og 2017:
- Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar, Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóður Neskaupstaðar, Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar og Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjakaupstaðar.
- Nánar um B deild.
Brú rekur einnig Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar (frá 1999) og Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar (frá 2010) en þetta eru svokallaðir eftirmannareglusjóðir með sambærileg réttindi og í B-deildinni.
Lífeyrisreiknivél
Með lífeyrisreiknivélinni getur þú reiknað út hver áætlaður lífeyrir þinn verður. Reiknivélin veitir sjóðfélögum yfirsýn yfir möguleg lífeyrisréttindi miðað við mismunandi forsendur eins og tekjur, aldur og breytingu á vísitölu.
Innheimta lífeyrisgjalda?
- Sjóðurinn sér um innheimtu vangoldinna iðgjalda hjá launagreiðanda fyrir hönd sjóðfélaga.
- Mikilvægt er að fylgjast vel með því að iðgjöld berist frá launagreiðanda.
- Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.
- Þegar þú hefur störf hjá nýjum launagreiðanda er mikilvægt að þú fylgist með því að fyrstu iðgjaldagreiðslur skili sér til sjóðsins.
- Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.
Sjóðfélagavefur og Lífeyrisgáttin
- Sjóðfélagar geta fylgst með áunnum réttindum sínum á sjóðfélagavef.
- Öll lífeyrisréttindi sem hafa áunnist á starfsævi sjóðfélaga (frá öllum lífeyrissjóðum sem sjóðfélagi hefur átt aðild að) er hægt að sjá í Lífeyrisgáttinni sem er á sjóðfélagavefnum.
- Ef þú ert ekki með aðgang að sjóðfélagavefnum, getur sjóðfélagi komist inn á hann með rafrænum skilríkjum í símanum eða sótt um veflykil á síðunni sem er þá sendur í netbanka undir rafræn skjöl.