Fara í efni

Algengar spurningar


Almennt


Býður Brú upp á viðbótarlífeyrissparnað?

Brú lífeyrissjóður býður ekki upp á viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsjóð).

En sjóðfélögum V deildar Brúar lífeyrissjóðs stendur til boða að ráðstafa hluta mótframlags, allt að 3,5%, í viðbótarlífeyrissparnað (séreign) hjá séreignarsjóði. Ef þú ert ekki með virkan samning um ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar þarftu fyrst að gera slíkan samning.

Nánari upplýsingar um V deild.

Viðbótarlífeyrissparnaður nýtist við kaup á fyrstu íbúð, kaupendur geta notað viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fasteign eða til greiðslu inn á húsnæðislán. Nánari upplýsingar má finna hjá RSK

Þurfa erlendir ríkisborgarar að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði?

Erlendir ríkisborgarar sem fá greidd laun hér á landi greiða í lífeyrissjóð eftir sömu reglum og íslenskir ríkisborgarar.

Hvernig nálgast ég staðfestingu á lífeyrisgreiðslum fyrir TR?

Staðfesting á lífeyrisgreiðslum má nálgast með rafrænum skilríkjum eða íslykli á sjóðfélagsvefnum undir lífeyrisgreiðslur.

Þurfa þeir sem eru sjálfstætt starfandi að greiða í lífeyrissjóð?

Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa eins og launamenn að greiða í lífeyrissjóð. Samkvæmt lögum ber að greiða að lámarki 12% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð.

 

Þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

Öllum launaþegum og sjálfstætt starfandi atvinnurekendum á aldrinum 16-70 ára er skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Lámarks iðgjald er 12%, launþegi greiðir 4% og vinnuveitandi greiðir að lámarki 8%.

 


Lán


Geta fyrstu kaupendur nýtt séreignarsparnað til að greiða inn á lán eða í útborgun?

Já, fyrstu kaupendur og kaupendur sem ekki hafa átt fasteign í fimm ár geta nýtt sér skattfrjálsa úttekt á séreignarsparnaði skv. lögum nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð með síðari breytingum. 

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK. Þar er einnig hægt að senda inn umsókn um úrræðið með rafrænum hætti. 

Hvar get ég skoðað greiðsluseðla?

Undir Mínar síður - Lán – Lánin mín  er hægt að finna allar upplýsingar um lán.
Ýtt er á línu viðkomandi láns og þá birtast nokkrir flipar:
Samantekt  sýnir yfirlit yfir lánið, forsendur láns og núverandi stöðu.

Greiðslusaga sýnir allar afborganir sem greiddar hafa verið af láninu. Til að sjá greiðsluseðil fyrir afborgun er smellt á hnapp hægra megin við viðkomandi afborgun.

Gjalddagar sýnir áætlun fyrir ógjaldfallnar afborganir. Þegar gjalddagi nálgast og krafa hefur stofnast í netbanka er hægt að sjá ógreiddan greiðsluseðil með því að smella á hnapp hægra megin við viðkomandi gjalddaga.

Hvernig sækja fyrstu kaupendur um að nýta séreignarsparnað í útborgun eða til greiðslu inn á lán?

Sækja þarf um úrræðið með rafrænum hætti á heimasíðu Skattsins.

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK.

Geta kaupendur sem ekki hafa átt íbúð í 5 ár nýtt séreignarsparnað til að greiða inn á lán eða í útborgun, líkt og fyrstu kaupendur?

Já, skv. lagabreytingu sem gerð var í júní 2022 er þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár heimilt að nýta úrræði laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016 að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Heimildin gildir þó ekki um hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar ef annar aðilinn er skráður eigandi að íbúðarhúsnæði.

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK. Þar er einnig hægt að senda inn  umsókn um úrræðið með rafrænum hætti.

Hvernig er sótt um lán?

Sótt er um lífeyrissjóðslán og greiðslumat hér undir mínar síður.

Þegar sótt er um lán er nauðsynlegt að hafa rafræn skilríki en þau færðu  hjá bankanum þínum.  Ef fleiri en einn sækir um lán  þurfa allir umsækjendur að hafa rafræn skilríki.

Við erum tvö að sækja um lánið en aðeins ég er sjóðfélagi, þurfum við bæði að vera sjóðfélagar?

Skilyrði sjóðsins eru þau að það er nóg að annar aðilinn er sjóðfélagi.

Get ég fengið lán hjá sjóðnum?

Sjóðfélagar þurfa að uppfylla lánareglur sjóðsins.

 • Ef þú ert sjóðfélagi hjá Brú lífeyrissjóði eða Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar getur þú sótt um lán hjá sjóðnum.
 • Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald hjá sjóðnum átt þú rétt á að sækja um lán hjá sjóðnum. Þú getur kannað hvort þú hafir greitt iðgjald hjá sjóðnum hér.

 • Ef þú hefur áhuga á að gerast sjóðfélagi þá er V deild sjóðsins opin öllum. Til þess að gerast sjóðfélagi þarftu að tilkynna launagreiðanda að iðgjöld skulu greidd til Brúar lífeyrissjóðs, V deild. Frekari upplýsingar fyrir einyrkja eða launagreiðendur má finna undir skilagreinar.
 

Hverjir geta sótt um viðbótarlán?

Viðbótarlán er í boði fyrir sjóðfélaga sem eru að kaupa fasteign en er ekki í boði ef um er að ræða endurfjármögnun.

Lánareglur

Af hverju ætti ég að endurfjármagna?

Ástæður endurfjármögnunar geta verið af ýmsum toga:

 • Lánakjör eru betri
 • Aðstæður hafa breyst
 • Vilji til að lækka greiðslubyrði
 • Vilji til að hraða eignamyndun

Áður en ákvörðun um endurfjármögnun er tekin þarf að skoða skilmála núverandi lána hvað varðar uppgreiðslugjald og líftíma lánsins sem og  kostnað við endurfjármögnun. 

Lán hjá sjóðnum eru ekki með uppgreiðslugjald en í verðskrá sjóðsins má sjá kostnað við lántöku:

Kostnaður við endurfjármögnun:

 • Lántökugjald
 • Skjalagerð fyrir hvert lán
 • Greiðslumat
 • Þinglýsingargjald (innheimt af sýslumanni)

Gott er að nota lánareiknivél sjóðsins til þess að meta hvort hagstætt sé að endurfjármagna núverandi lán. Við endurfjármögnun miðast hámarkslánveiting við allt að 75% af fasteignamati eignar.

Lánareiknivél

Sjá fleiri spurningar

Hver er afgreiðslutími lána?

Sjóðurinn leggur mikin metnað að vinna lánaumsóknir hratt og vel og að jafnaði er afgreiðslutími umsókna 1-3 vikur.  Vinnsla lánaumsókna hefst ekki fyrr en öll umbeðin gögn liggja fyrir.

Er uppgreiðslugjald á lánum hjá sjóðnum?

Ekkert uppgreiðslugjald á lánum sjóðsins.

Er hægt að fá lán út á lánsveð?

Ekki eru veitt lán gegn lánsveði.

Er hægt að breyta lánstímanum eftir að lánið hefur verið tekið?

Lántaki getur óskað eftir breytingu á skilmálum skuldabréfsins í samræmi við lánareglur sjóðsins.  Í sumum tilvikum þarf að framkvæma greiðslumat að nýju. Undir mínar síður er að finna umsókn um skilmálabreytingu

Nánari upplýsingar um skilmálabreytingar má finna hér.

Hversu hátt lán er hægt að taka hjá sjóðnum?

Engin hámarks lánsfjárhæð er hjá sjóðnum.  Ríkari kröfur eru gerðar til lántakenda varðandi greiðslugetu og lánshæfiseinkunn ef lánsfjárhæð fer yfir 70 milljónir króna.

Hvaða kröfur gerir sjóðurinn um veð?

Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi sem er í eigu umsækjanda og er á byggingastigi 6 eða 7 og matsstigi 7 eða 8 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Veð miðast að hámarki við 75% af fasteignamati eignar eða kaupverði samkvæmt kaupsamningi eða samþykktu kauptilboði.

Hámarksveðsetning er 85% fyrir viðbótar fasteignalán við kaup á fasteign. Ekki eru veitt lán til einstaklinga með veði í fleiri en þremur fasteignum.

Sjá nánar í lið 5 í lánareglum sjóðsinns.

Er greiðslumat frá öðrum en sjóðnum tekið gilt?

Sjóðurinn gerir kröfu um greiðslumat sem unnið er af starfsmönnum sjóðsins.

Hver er munurinn á fasteignaláni og viðbótar fasteignaláni?

Helsti munurinn er að vextir eru hærri á viðbótarlánum og lánstími styttri vegna áhættuálags.

Í lánareglum sjóðsins má finna frekari upplýsingar um muninni á grunnláni og viðbótarláni.

Hvar sæki ég um greiðslumat?

Sótt er um greiðslumat samhliða lánsumsókn undir mínar síður.

Hvað gerist ef lán lendir í vanskilum?

Ef til vanskila kemur þarf lántaki að greiða dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð.   Alvarleg vanskil far í lögfræðilega innheimtu og þá verður lántaki að greiða lögfræðiþóknun og annan kostnað við innheimtu.

Er hægt að greiða inn á lán og lækka höfuðstólinn?

Á mínum síðum undir lánin mín er hægt með einföldum hætti greiða upp lán, greiða inn á lán og gera samning um reglulegar viðbótargreiðslur.  Greiðsluseðlar birtast i heimabanka hjá viðkomandi lántakenda. 

 

Lífeyrir


Hvernig sæki ég um lífeyri?

Þú getur sótt um lífeyrir rafrænt hér og fyllt út umsóknarform um eftirlaun.

Sjóðurinn sendir umsóknina áfram til annarra sjóða sé þess óskað.

Hvenær get ég byrjað á eftirlaunum?

Það er breytilegt eftir deildum hvenær mögulegt er að byrja á eftirlaunum.

A og V deild

Sjóðfélagar í A og V deild sjóðsins hafa val um að fara á eftirlaun milli 60 og 80 ára aldurs og þurfa þeir ekki að vera hættir störfum þegar taka lífeyris hefst.

Viðmiðunaraldur lífeyristöku er 67 ár. Mánaðarlegar greiðslur lækka eða hækka í samræmi við flýtingu eða frestun á töku lífeyris.

Lífeyrisréttindi A og V deildar:

 • hækka um 0,6-3,10% fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris er frestað framyfir 67 ára.
 • lækka um 0,35%-0,60% fyrr hvern mánuð sem er töku lífeyris er flýtt fyrir 67 aldur. 

Heimilt er að hefja töku lífeyris samhliða vinnu, iðgjöld greiðast þá áfram í lífeyrissjóð.

Sjá nánar um starfslok A og V deildar hér.

B deild

Sjóðfélagar í B deild sem eru orðnir 65 ára og hafa látið af störfum hjá sínu sveitafélagi geta hafið töku lífeyris.

Mögulegt er að hefja lífeyristöku fyrr ef sjóðfélagi hefur náð 95 ára reglunni sem er samanlagður sjóðfélagaaldur og lífaldur.

Sjá nánar um starfslok B deildar hér.

Hvað er makalífeyrir?

Falli sjóðfélagi frá hefur maki rétt á makalífeyri miðað við áunnin réttindi. Réttindi makalífeyris fara eftir því í hvaða deild sjóðfélagi greiddi í.

Makalífeyrir V deild

Falli sjóðfélagi frá fær maki hans borgaðan lífeyri sem nemur helming af framreiknuðum lífeyri í tvö ár, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

 • Skilyrði að sjóðfélagi sé virkur sjóðfélagi fyrir andlát eða hafi áunnið sér ákveðin réttindi.
 • Fullur réttur maka er 50% af lífeyrisréttindum sjóðfélaga - framreiknað.
 • Fullur réttur í 24 mánuði.
 • Fullur réttur ef barn er yngra en 18 ára.
 • Fullur réttur ef maki er meira en 50% öryrki og yngri en 67 ára við fráfall sjóðfélaga.

Nánar um V deild

Makalífeyrir A deild

Falli sjóðfélagi frá fær maki hans borgaðan lífeyri í fimm ár, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum:

 • Sjóðfélagi sé virkur sjóðfélagi fyrir andlát eða hafi notið lífeyrisgreiðslna úr sjóðnum.
 • Fullur réttur er 50% af lífeyrisréttindum sjóðfélaga - framreiknað.
 • Maki fær helming af lífeyrisréttindum sjóðfélaga fyrstu 36 mánuðina. Að þeim tíma liðnum helmingast upphæðin næstu 24 mánuði.
 • Fullur réttur ef barn er yngra en 22 ára.
 • Fullur réttur ef maki er meira en 50% öryrki og yngri en 67 ára við fráfall sjóðfélaga.

Nánar um A deild

Makalífeyrir B deild

 • Maki hefur rétt á 50% af áunnum réttindum fráfallsins sjóðfélaga ævilangt.
 • Maki fær 20% viðbótarálag ef sjóðfélagi hefur látist í starfi eða á eftirlaunum í beinu framhaldi af starfi.
 • Makalífeyrir fellur niður ef maki hefur sambúð eða gengur í hjónaband að nýju.

Nánar um B deild

Hvað er örorkulífeyrir?

Verði sjóðfélagi fyrir tekjuskerðingu vegna orkutaps gæti hann átt rétt á örorkulífeyri.

Réttindi örorkulífeyris fer eftir því í hvaða deild sjóðfélagi greiðir í:

Örorkulífeyrir A deild

 • Sjóðfélagi þarf að vera metin af lækni til meira en 40% örokru.
 • Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
 • Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu (dæmi: 45% örorka veitir 45% réttindi).
 • Örorka miðast við vanhæfni til að gegna starfi sem sjóðfélagi vann þegar hann var metinn til örorku í 5 ár. Eftir þann tíma er örorka hans endurmetin miðað við hæfni til að gegna almennum störfum.

Nánari upplýsingar hér

Örorkulífeyrir V deild

 • Sjóðfélagi þarf að  vera metin af lækni til meira en 50% örorku.
 • Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
 • Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu (dæmi: 50% örorka veitir 50% réttindi).
 • Örorka miðast við vanhæfni til að gegna starfi sem sjóðfélagi vann þegar hann var metinn til örorku í 3 ár. Eftir þann tíma er örorka hans endurmetin miðað við hæfni til að gegna almennum störfum.

Nánari upplýsingar hér.

Örorkulífeyrir B deild

 • Sjóðfélagi þarf að hafa greitt í sjóðinn og vera metin af lækni til meira en 10% örorku.
 • Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
 • Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu (dæmi: 45% örorka veitir 45% réttindi).

Nánari upplýsingar hér

Hvað er barnalífeyrir

Við fráfall eða örorku sjóðfélaga geta börn sjóðfélaga fengið greiddan barnalífeyri.

Barnalífeyrir A deild

 • Börn fá greiddan barnalífeyrir til 22 ára aldurs.
 • Barnalífeyrir er verðtryggður miðað við vísutölu neysluverðs.
 • Barnalífeyrir er greiddur sjóðfélaga fram til 18 ára aldurs barns. Frá 18 ára aldri fram til 22 ára aldurs fær barnið greiddan barnalífeyri.

Nánari upplýsingar hér.

Barnalífeyrir V deild

 • Börn fá greiddan barnalífeyrir til 18 ára aldurs.
 • Barnalífeyrir er verðtryggður miðað við vísutölu neysluverðs.
 • Barnalífeyrir er greiddur sjóðfélaga

Nánari upplýsingar hér.

Barnalífeyrir B deild

 • Börn fá greiddan barnalífeyrir til 18 ára aldurs.
 • Barnalífeyrir er greiddur sjóðfélaga

Nánari upplýsingar hér.

Sjá fleiri spurningar

B-deild: Hver er munurinn á eftirmannsreglu og meðaltalsreglu?

Meðaltalsreglan: Lífeyrir miðast við lokastarfslaun sjóðfélaga og síðan er vísitölu launa opinberra starfsmanna fylgt.

Eftirmannsregla: Lífeyrir miðast við lokastarfslaun sjóðfélaga og fylgir síðan launum eftirmanns sjóðfélaga í starfi og kjarasamningum.

Nánari upplýsingar hér.


Réttindi


Hvar fæ ég upplýsingar um rétt minn til eftirlauna?

Á sjóðfélagavef Brúar, undir flipanum lífeyrisgáttin, má nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi í þeim sjóðum sem þú hefur greitt í, að undanskildum séreignasparnaði.

 

Er hægt að skipta lífeyrissréttindum milli hjóna og sambúðarfólks?

Já það er hægt að skipta lífeyrisréttindum milli hjóna og sambúðarfólks með þrenns konar hætti, en skiptingin tekur ekki til örorku-,maka- eða barnalífeyris:

 • Skipta þeim ellilífeyrisgreiðslum sem þegar eru hafnar.

 • Skipta áunnum ellilífeyrisréttindum, enda sé það gert í síðasta lagi áður en sjóðfélaginn hefur náð 65 ára aldri.

 • Skipta framtíðarréttindum, þ.e. þeim ellilífeyrisréttindum sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

Eftirfarandi eyðublöð þurfa að fylgja með við umsókn um skiptingu lífeyrissréttinda. Hægt er að koma þeim til skila í tölvupósti,  eða koma með þau til okkar í Sigtún 42 á milli 9-16.

Fylgiskjöl til útfyllingar:

Nánari upplýsingar um ferilinn er að finna á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hvað felst í 95 ára reglunni?

Þeir sem eiga rétt á 95 ára reglunni eru sjóðfélagar sem hafa greitt í B deild sjóðsins og samanlagður lífsaldur og iðgjaldagreiðslutími þeirra nær 95 árum, fyrir 64 ára aldur.

Hámarkslífeyrisréttindi þegar 95 ára markinu er náð er 64%. 

Þegar 95 ára markinu er náð:

-       Getur sjóðfélagi hafið töku lífeyris, þó í fyrsta lagi 60 ára.

-       Getur sjóðfélagi verið iðgjaldafrír. Það þýðir að launagreiðandi greiðir 4% iðgjald sjóðfélaga til viðbótar við 8%mótframlag.

-       Eru hámarksréttindi til lífeyris 64%.

-       Frá 60 ára aldri til 70 ára aldurs ávinnur sjóðfélagi sér 2% réttindi á ári.

Sjá nánar hér

Hvað felst í 32 ára reglunni?

Sjóðfélagar sem hafa greitt í B deild sjóðsinns í 32 ár m.v fullt starf hafa rétt á að nýta sér 32 ára regluna.

Það sem felst í 32 ára reglunni er að sjóðfélagi getur valið að verið iðgjaldafrír, þá borgar launagreiðandinn einnig iðgjaldaframlag sjóðfélaga, 4%. Kallast það að vera iðgjaldafrír

- Geta í fyrsta lagi hafið töku lífeyris 65 ára.

Ef sjóðfélagi hefur náð 32 ára reglunni fyrir 65 ára aldur hefur hann val um að:

 • vinna til 65 ára aldurs og vera iðgjaldafrír og ávinna 1% réttinda á ári ofan á fyrirfram áuninn réttindi, 64% (2% x 32 ár).
 • vera iðgjaldafrír til 65 ára aldurs og ávinna 1% réttindi,  til 65 ára aldurs, en halda áfram að vinna eftir 65 ára og vera iðgjaldafrír og safna 2% réttinda á ári til starfsloka.

Sjá nánar, sýnidæmi, hér