Fara í efni

Lífeyrisréttindi við starfslok

Þeir sem nálgast starfslok spyrja sig oft eftirfarandi spurninga:

  • Við hverju má ég búast þegar ég hætti að vinna?
  • Hverjar verða tekjur mínar?
  • Hvaða réttindi á ég og hvar?
  • Er einhvers staðar hægt að nálgast yfirlit yfir lífeyrisréttindi mín?

Þú getur fundið svör við þessum spurningum í Lífeyrisgáttinni*

Umsókn um lífeyri

Hvernig ber ég mig að við að sækja um lífeyri?

Umsókn um eftirlaun er framkvæmd undir mínar síður með rafrænu auðkenni. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki þegar sótt er um lífeyri hjá sjóðnum, en þau er hægt að fá hjá þínum viðskiptabanka.

Umsókn um eftirlaun/ellilífeyri

Hvað þarf ég langan fyrirvara til að sækja um?

Til að fá útborgað 1. dag næsta mánaðar, þarf sjóðurinn umsókn þína um eftirlaun fyrir 15. dag mánaðarins á undan. Það tekur sjóðinn a.m.k. fimmtán daga að vinna umsókn þína.

Er flókið að sækja um ef ég á réttindi í mörgum lífeyrissjóðum?

Þú getur sótt um hjá einum af þeim lífeyrissjóðum sem þú greiddir til og óskað eftir að sjóðurinn hafi samband við aðra lífeyrissjóði vegna umsóknar þinnar. Þess ber þó að geta að reglur sjóða um starfslokaaldur eru mismunandi og geta haft áhrif á réttindi þín hvenær þú sækir um lífeyri. Því er ráðlagt að þú kynnir þér reglur sjóðanna fyrst.

Get ég minnkað við mig vinnu og verið hluta til á lífeyri?

Reglurnar er mismunandi eftir deildum, svo þú þarft að kanna nánar réttindi þinnar deildar til að fá svar við þessari spurningu. 

Réttindi við starfslok eru mismunandi eftir deildum

Réttindi eru sambærileg í A og V deild.

B deildin er samsafn réttindasafna sveitarfélagasjóða sem var lokað 1998 og eru réttindi við starfslok töluvert frábrugðin A og V deildinni. Þú þarft því að skoða þína deild sérstaklega til að vita hver réttindi þin eru við starfslok. Nánar um B deild.

Ef þú ert ekki viss í hvaða deild þú ert, þá geturðu farið inn á Sjóðfélagsvefinn og fundið það út. Einnig getur þú kannað réttindastöðu þína í Lífeyrisgáttinni.

Nánari upplýsingar um starfslok: