Fara í efni

Upplýsingar um niðurfellingu persónuafsláttar þeirra sem búsettir eru erlendis

Persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega sem búsettir eru erlendis verður felldur niður 1. janúar 2025. Þetta kemur fram í 11. gr. laga nr. 849/154 þar sem gerð er breyting á 70. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Var breytingin samþykkt á Alþingi 16. desember síðastliðinn.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Auk þess er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt til eftirlaunaþega og lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis.“

ATH: Niðurfelling persónuafsláttar þeirra sem búsettir eru erlendis tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar 2025 en í gildisákvæði 36. grein í lögum nr. 849/154 er tekið fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður 11. gr og 22. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2025.

 

849/154 lög í heild: skattar og gjöld

90/2003: Lög um tekjuskatt