Fara í efni

Áhættustefna

Áhættustefna á PDF formi.

Umfang

Stefnan gildir fyrir alla starfsemi sjóðsins, þ.e. stjórn, starfsmenn, eignir, upplýsingar og búnaður sjóðsins sem og þeir aðilar sem sjóðurinn felur að sjá um í sínu nafni.

Ábyrgð og framkvæmd

Stjórn sjóðsins samþykkir stefnuna og staðfestir með undirritun sinni. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á að stjórnskipulag áhættustýringar sé virkt og tryggir að nægar auðlindir séu fyrir hendi til að framfylgja henni. Aðferðafræði við framkvæmd áhættumats skal taka mið af yfirlýsingu stjórnar um áhættuvilja og reglum áhættustjórnunar hverju sinni.

Stefna og markmið

Stefna um áhættustýringu er bindandi fyrir stjórn og starfsmenn sjóðsins. Sá sem brýtur gegn stefnunni á yfir höfði sér áminningu eða uppsögn, allt eftir eðli og umfangi.

Sjóðurinn greinir og meðhöndlar áhættu í starfsemi sinni með reglubundnu áhættumati, markvissu eftirliti og aðgerðum. Markmið skulu vera mælanleg þar sem það á við og niðurstöður verða birtar ársfjórðungsskýrslu áhættustýringar. Þannig getur stjórn metið fylgst með og metið frammistöðu áhættustýringar.

Markmið áhættustýringar næstu 12 mánuði er að:

  • útfæra áhættusnið sem endurspeglar helstu áhættuþætti í starfsemi sjóðsins,
  • áhættumat taki mið af alþjóðlegum stöðlum og uppfylli lagaleg skilyrði,
  • skrá og auðkenna lykil áhættu í starfsemi sjóðsins í áhættuskrá,
  • aðlaga betur aðferðafræði áhættustýringar að daglegu eftirliti með aðkomu starfsmanna,
  • auka áhættuvitund stjórnar og starfsmanna.

 

Tilvísanir

Stefnan er í samræmi við reglugerð um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða nr. 590/2017. Þá eru nánari upplýsingar um áhættuvilja og reglur um áhættustjórnun að finna í eftirfarandi skjölum:

  • Yfirlýsing um áhættuvilja (e. Risk Appetite Statement)
  • Reglur áhættustjórnunar(e. Risk Management – Áhættustýringarstefna samkvæmt reglugerð 590/2017)

Endurskoðun

Árlega skal endurskoða þessa stefnu og leggja fyrir stjórn sjóðsins til samþykktar.

Samþykkt í stjórn sjóðsins 11. mars 2019